• Kolfinna Kristínardóttir

Asískar kjötbollur

Ég sá þessa uppskrift (Asískar kjötbollur með Hoisin-sósu) í Gestgjafanum um daginn í tímaritinu ,,Bestu uppskriftir 2018". Uppskriftin var þó ekki ketó en hún innihélt m.a. brauðrasp, hunang og hoisin sósuna (stútfull af sykri). Ég gerði ketó útgáfu af þessari uppskrift og það heppnaðist mjög vel. Að lokum bætti ég við gljáa sem ég velti bollunum upp úr.

Innihald:

500 gr nautahakk

2 msk soja sósa eða liquid aminos (fyrir þá sem kjósa að taka út soja)

1 msk fersk engifer, rifið

2 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir

1 tsk sesam olía

1 msk keto fiber síróp

3-4 msk husk

1 egg
Aðferð:

Öllu blandað saman í skál (mér finnst best að hnoða deigið saman með höndunum) og litlar bollur mótaðar í höndunum. Steikið bollurnar á pönnu þar til þær lokast, í nokkrar mín, svo eru þær eldaðar í ofni í 10-15 mín á 180 gráðum.


Gljáinn: 4 matskeiðar af fiber sírópinu, 4 matskeiðar soja sósa/liquid aminos, 1 matskeið sesam olía. Látið malla á pönnu á lágum hita um það bil 10 mín, þar til það verður að þykkum gljáa. Veltið svo kjötbollunum upp úr gljáanum og berið fram með vorlauk.


1,413 views0 comments

Recent Posts

See All